Til Sölu 1973 R107 Mercedes Benz 450SL!

Um er að ræða gullfallegan og vel með farinn 42 ára gamlan Mercedes Benz, árgerð 1973. Bíllinn er af gerð 450SL með 8 cylendra vél, massífu drifi og 3ja gíra skiptingu. Bíllinn var fluttur inn á 9.unda áratugnum og seldur um aldamótin. Þá kaupir annar eigandi bílinn og var bíllinn nánast tekinn í gegn að fullu í góðærinu 2006. Allir varahlutir voru keyptir í Ræsi á þeim tíma og engu sparað til, bíllinn var svo endurmálaður á sama tíma í svarta litnum sem hann ber í dag. Bíllinn var svo seldur í hruninu og hefur staðið inni í bílskúr í góðum höndum þar til á síðasta ári en þá kom hann í eigu okkar. Síðan þá er búið að skipta um slöngur í bremsum og klossa, sem og sinna smávægilegu viðhaldi. Bíllinn er með double-top svo hann er bæði með hörðum stáltopp sem gefur honum gríðarlega fallegt útlit sem og taublæju sem hægt er að setja niður á góðum degi. Það er einstök upplifun að setjast inn í 42 ára gamlan Benz sem rýkur í gang og syngur eins og fugl. Svo ekki sé minnst á aksturseiginleika bílsins!

Verðhugmynd er 3.200.000 kr. Upplýsingar veitir Grétar í síma 770-1614.

Sjón er svo sannarlega sögu ríkari í þessu tilfelli enda um algjöran gullmola að ræða.

Eiginleikar

8 Strokka bensínvél

4520 cc sem skilar 190 hp (142 kW) @ 4750 og 240 lb·ft (325 N·m) @ 3000

Endurmálaður

Bíllinn var endurmálaður í kringum 2006 hjá Glitur ehf bílamálun.

Sjálfskipting

3ja gíra sjálfskipting sem skilar skemmtilegri og mjúkri hröðun.

Harður toppur

Bíllinn kemur með hörðum toppi sem gefur aukin hljóðgæði inni í bílnum og töffaralegan svip.

17" AMG felgur

Bíllinn er á 17" AMG felgum sem eru upprunalega undan C43 AMG bílum.

Ný tau blæja

Í bílnum er ný tau blæja sem hefur aðeins verið notuð það sem af er sumars.

Hafðu Samband

Hafðu samband hér að neðan til að skoða bílinn!

Image verification